Hvalfjarðardagar um helgina: Hernámssetur, sund, dýrastund…

 

 

Ef þú hefur ekki skoðað Hvalfjörðinn með fjölskyldunni þá er heldur betur tækifæri um helgina því þá verða haldnir Hvalfjarðardagar. Og ef þú hefur skoðað hann með fjölskyldunni þá muntu áreiðanlega finna eitthvað skemmtilegt þar að gera.

Það leynast mörg ævintýri í Hvalfirði. Fyrir utan óendanlega náttúrufegurð er þar að finna Hernámssetur og sundlaug á Hlöðum. Ábúendur á Bjarteyjarsandi taka ávallt vel á móti gestum og í fyrramálið bjóða þeir upp á morgunstund með dýrunum, leikir og sögur.

Strákarnir mínir munu líklega aldrei gleyma vinalegu geitinni sem þeir hittu á Bjarteyjarsandi en hún skiptist á að knúsa þá. Á Bjarteyjarsandi verður einnig heilgrillað lamb, lifandi tónlist og fjöruferð. Síðan verður sveitamarkaður, lazertag og fleira á Þórisstöðum. Einnig getið þið tekið þátt í gönguferð að Glym, hæsta fossi Íslands, gætt ykkur á kökuhlaðborði í Ferstikluskála, fengið fræðslu um Hallgrímskirkju í Saurbæ, svo dæmi séu tekin.

Sjá nánari dagskrá hér og ekki gleyma bókinni góðu Útivist og afþreying fyrir börn bls. 130-141 😉 Í henni er einnig kort aftast af helstu stöðunum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s