Snjóhúsagerð og fleira spennandi með Ferðafélagi barnanna
Föstudaginn 6. febrúar býður Ferðafélag barnanna fjölskyldum í ferð áleiðis í Bláfjöll. Þar verða búin til snjóhús og fleira spennandi.
Með í ferðinni verður Guðfinna Aðalgeirsdóttir, dósent í jöklafræði við Háskóla Íslands og mun hún leiða ferðina og fræða gesti meðal annars um jökla.
Farið verður í ljósagöngu í myrkrinu og er því gott að taka með sér höfuðljós eða vasaljós.
Mikilvægt er að mæta vel klædd, með gott nesti, eitthvað heitt að drekka, skóflur, ljós og jafnvel snjóþotur.
Lagt verður af stað frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6 á einkabílum kl. 16.
Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.
sjá nánar hér
Mynd að ofan er fengin að láni af síðu Ferðafélags barnanna