Útilistahátíð við ylströndina í Garðabæ

Árleg Jónsmessugleði myndlistarfélagsins Grósku í Garðabæ verður haldin fimmtudaginn 25. júní á strandlengjunni í Sjálandshverfi. Hátíðin hefst klukkan 19:30 og dagskrá sýningarinnar stendur til klukkan 22:00.

Þema Jónsmessugleðinnar er „tónar“ sem listamenn tjá i myndverkum og skúlptúrum meðfram göngustígnum í Sjálandi.

Jónsmessugleðin hefur verið árlegur viðburður undanfarin sjö ár og jafnan verið geysivel sótt.

Eins og venjulega er margt viðburða í tengslum við sýninguna þar sem margar listgreinar eiga fulltrúa og nær 100 manna hópur ýmissa listamanna koma fram og gefa þeir allir vinnu sína.

Jákvæðni og gleði einkennir hátíðina sem er alltaf haldin undir kjörorðunum: Gefum – gleðjum – njótum.

jónsmessa l 2015

Mynd er fengin að láni af vef Garðabæjar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s