Akureyri í vetrarfríinu

hlidarfjall_audunn

 

Akureyri er ekki bara mjög fallegur bær heldur er fjölbreytt afþreying í boði fyrir fjölskyldur. Stutt er á milli staða, í bænum eru meðal annars falleg útivistarsvæði, skautahöll, góðir veitingastaðir, barnvæn sundlaug og frábært skíðasvæði.

Í Hlíðarfjalli er góð aðstaða fyrir alla. Bæði lyftur sem henta börnum og byrjendum og þeim sem vilja meiri bratta. Á staðnum er einnig skíðaleiga, skíðaskóli og veitingaskáli. Á Akureyri er ókeypis í strætó og alltaf vinsælt hjá börnum að velja þann ferðmáta.

Ég bað syni mína sem eru  10 og 13 ára að velja 10 staði sem þeim finnst skemmtilegast að heimsækja á Akureyri að vetri til.

Topp 10 á Akureyri í vetur

1. Fara á skíði í Hlíðarfjalli en þar er frábær aðstaða fyrir fjölskyldur og gaman að taka með sér heitt kakó og nesti.

2. Fara í Kjarnaskóg sem er frábært útivistarsvæði. Þar eru meðal annars göngustígar í allar áttir, leiktæki fyrir börn og góð yfirbyggð grillaðstaða. Það er alltaf vinsælt að leika í skóginum og taka með nesti.

4. Fara í  Jólagarðinn í Eyjafirði sem er töfraveröld jólanna og aðeins 10 mín. akstur frá miðbæ Akureyrar. Þar eru jólin allt árið, það snarkar eldur í arni, jólasöngvar hljóma og jólaangan fyllir vitin. Umhverfis húsið er fallegur garður þar sem hægt er að njóta næðis og borða nesti. Jólagarðurinn er opinn allt árið um kring.  Í janúar til maí er opið kl. 14-18.

5. Fara í Sundlaug Akureyrar sem er mjög barnvæn og og skemmtileg. Þar eru meðal annars tvær rennibrautir, busllaug með leiktækjum, heita potta, inni- og útilaug. Hún er opin mánudaga til föstudaga kl.6.45-21 og laugardaga og sunnudaga kl. 8-19:30.

Aðrar barnvænar og skemmtilegar sundlaugar eru Sundlaugin á Hrafnagili sem staðsett í Eyjafirði skammt frá Jólagarðinum og Þelamerkursundlaug Laugarlandi.

6. Borða Brynjuís en einnig má benda á að fleiri góðar ísbúðir eru í bænum svo sem Ísbúð Akureyrar, Jogerís, Litla ísgerðin og fleira.

7. Fara á skauta í Skautahöll Akureyrar en þar er hægt að fá leigða skauta og hjálma. Hún er opin föstudaga kl. 13-16, á föstudagskvöldum er skautadiskó kl. 19-21, laugardaga kl. 13-17 og sunnudaga kl. 13-16.

8. Fara í Bogfimisetrið sem upp á skemmtilegt sport fyrir alla fjölskylduna. Það er opið alla daga kl. 12-22 og þarf að hringja á undan.

9. Fara á Amtsbókasafnið sem er notalegur staður að heimsækja. Þar er mjög góð barnadeild og þar geta þau einnig fengið að spila tölvuleik. Þar er opið alla virka daga kl. 10-19 og á laugardögum kl. 11-16.

10. Telja kirkjutröppurnar við Akureyrarkirkju sem er bæði skemmtilegt og góð hreyfing fyrir alla fjölskylduna og fá sér síðan heitt kakó í bókabúð Eymundsson þar sem einnig er hægt að láta fara vel um sig og skoða bækur. Það er líka gaman að fara á  kaffihúsið Bláu Könnuna sem er skammt frá kirkjunni.

Aðrir staðir sem gaman er að heimsækja:

Veitingastaðurinn Greifinn býður upp á fjölbreyttann matseðil fyrir alla fjölskylduna og góða aðstöðu fyrir börn. Það er boðið upp á sér barnamatseðil sem er einnig er lita- og þrautabókog fá öll börn sem klára matinn sinn Skoppu og Skrítlu klaka. Einnig er gott leikherbergi á staðnum með DVD myndum.

Það er ókeypis í strætó á Akureyri og því upplagt að fara einn hring um bæinn með börnin. Börn sem ferðast oftast á einkabílum finnst mörgum mjög spennandi að fara í strætó.

Ganga Menntaveginn er spennandi. Fyrir ofan gamla samkomuhúsið stendur Menntaskóli Akureyrar. Norðan við húsið liggur brattur stígur og ef hann er genginn upp kallast hann menntavegur en ef hann er genginn niður kallast hann glötunarvegur.

Sagan segir að þegar Menntavegur sé genginn upp megi maður aldrei líta til baka því þá falli maður. Þegar beygjur kom á veginum fer maður upp um bekk og þegar komið sé upp þá sé maður útskrifaður.

Góða skemmtun !

Sjá nánar á http://www.visitakureyri.is/is/forsida

Mynd að ofan er fengin að láni af http://www.visitakureyri.is/is/forsida

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s