Margt að í boði í vetrarfríi grunnskólanna
Það þarf engum að láta sér leiðast í vetrarfríinu því margt spennandi er í boði fyrir fjölskyldur dagana 25. – 26. febrúar.
Frístundamiðstöðvar borgarinnar bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna, frítt er í sundlaugar á tilgreindum tíma og menningarstofnanir borgarinnar eru með leiðsögn, skemmtidagskrá og smiðjur. Í Borgarbókasafninu verður boðið upp á skapandi smiðjur, bingó,víkingaleiki og fleira.
Það er alltaf gaman að skreppa á safn með börn verður frítt inn á Kjarvalstaði, Ásmundarsafn, Hafnarfhús, Árbæjarsafn, Landnámssýninguna í Aðalstræti og Sjóminjasafnið fyrir fullorðna í fylgd með börnum.
Mynd að ofan er fengin að láni af http://reykjavik.is/foreldravefurinn/vetrarfri