Skip to content

Flokkur: Viðburðir

Jólamarkaður við Elliðavatn

Jólamarkaður við Elliðavatn var opnaður í gær 30. nóvember og verður haldinn fjórar helgar fyrir jól. Þetta er dásamlegur staður til að fara með barn og upplifa sannkallaða jólastemningu í friðsælu umhverfi. Kaffihús er á staðnum þar sem seldar eru ilmandi nýbakaðar vöfflur og kakó. Kveikt er upp í eldstæði á hlaðinu, tónlistarmenn og rithöfundar mæta á staðinn og jólasveinar gleðja börn með söng og spjalli. Hægt er að kaupa íslensk jólatré og ýmiskonar handverk og handunnar jólaskreytingar. Í trjálundinum Rjóðrinu er hægt að setjast á bekki í kringum varðeld… Read more Jólamarkaður við Elliðavatn

Laufabrauðsútskurður í Viðey

  Það verður laufabrauðsstemning í Viðey n.k. sunnudag 24.nóvember kl.13:30-16:00 en þá fá gestir tækifæri til að læra laufabrauðsútskurð af sjálfri skólastýru Hússtjórnaskólans. Þetta er frábær tilbreyting fyrir fjölskyldur og ævintýri fyrir börnin að fara í smá siglingu. Sjá nánar um viðburðinn hér.  

Jólahátíð Skoppu og Skrítlu í Borgarleikhúsinu

Skoppa og Skrítla hafa verið vinsælar hjá yngstu kynslóðinni um árabil. Nú eru þær komnar í jólaskap og sýna Jólahátíð Skoppu og Skrítlu í Borgarleikhúsinu. Þær halda jólahátíð til að bjóða jólasveininn velkominn til byggða. Þegar undirbúningurinn stendur sem hæst banka óvæntir gestir upp á. Nú reynir á hversu úrræðagóðar Skoppa og Skrítla geta verið. Sýningin hentar fyrir börn frá 9 mánaða aldri. Sjá nánar hér. Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðu Borgarleikhússins.

Leitin að jólunum í Þjóðleikhúsinu

Sýningin Leitin að jólunum verður sýnd á aðventunni í Þjóðleikhúsinu. Hún hefur verið sýnd frá árinu 2005 við miklar vinsældir. Þetta er skemmtileg og lífleg sýning þar sem skrýtnir og skemmtilegir náungar og tveir hljóðfæraleikarar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyri Þjóðleikhússins. Þeir leiða börnin með leik og söng í gegnum leikhúsið og ferðast börnin inn í ævintýraveröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og á okkar tímum. Aldurshópur: 2ja til 99 ára.  Sjá nánar hér. Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðunni leikhusid.is