Jólin eru komin á Þjóðminjasafninu – ókeypis aðgangur í dag

Jolaalmanak001

Það er svo gaman að skapa notalega jólahefð á aðventunni. Eitt af því sem mér finnst ómissandi að gera með mínum börnum er að fara í Þjóðminjasafnið fyrir jólin. Í dag sunnudaginn 1. desember er ókeypis aðgangur fyrir fjölskyldur. Jólasýningar safnsins verða opnar og gaman er að taka þátt í jólaratleiknum, Hvar er jólakötturinn? Þetta er í senn sögulegur og spennandi leikur þar sem börn geta keppt í hver sé fyrstur að finna jólaköttinn. Einnig verður hægt að skoða jólahús með gripum sem tengjast jólasveinunum og mega börnin snerta gripina. Á 3. hæð verður hægt að skoða jólatré eins og þau voru í gamla daga. Á 2. hæð er stórt herbergi fyrir börn. Þar eru meðal annars búningar frá ýmsum tímum sem þau mega máta, sverð, brynjur, hjálmar, leikföng og fleira forvitnilegt. Sjá nánar hér.

 

Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðu Þjóðminjasafnsins.

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s