Skip to content

Flokkur: Viðburðir

Páskaföndur

Það er alltaf svo gaman að föndra fyrir páskana. Í dag laugardaginn 23. mars verður föndrað í Gerðubergssafni kl. 14.  Á morgun sunnudaginn 24. mars verður páskaföndur í Borgarbókasafninu, aðalsafni kl. 15 og á mánudaginn 25. mars verður boðið upp á páskaföndur í Sólheimasafni kl. 14-16.  Hænur verða í aðalhlutverki, ekkert efnisgjald og allir velkomnir.  

60 ára afmælishátíð

Um helgina verður 60 ára afmælishátíð á Bókasafni Kópavogs. Dagskrá verður fyrir alla fjölskylduna, kaffi og terta, ókeypis bókasafnsskrírteini og dvd á 60 kr. Á staðnum er einnig Náttúrufræðistofa Kópavogs sem skemmtilegt er að heimsækja með börnin. Sjá nánar um hátíðina hér.