Ókeypis í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í dag
Í tilefni af hestadögum í Reykjavík er ókeypis í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í dag 6. apríl. Það verður ýmislegt skemmtilegt í boði svo sem ókeypis í hestana í hringekjunni kl. 10-13, hestar verða teymdir undir börnum kl. 14-15 og margt fleira. Opið er í garðinn kl. 10-17.