Skip to content

Að gleyma sér í desilítrum og teskeiðum

Samverustundir sem tengjast matargerð á heimilinu eru oft notalegar: börnin hafa gott af því að læra að hjálpa til í eldhúsinu og venjast á að setjast niður með fjölskyldunni á matmálstímum. En gleðin sem fylgir því að borða góðan mat er skammvinn því bragðið er horfið um leið og maður kyngir. Lífið virðist oft snúast um að elda girnilegan og bragðgóðan mat ef marka má allar uppskriftabækurnar sem gefnar eru út en ætli þær séu ekki um það bil þrjátíu á móti einni útivistarbók. Og þá eru ekki talin með… Read more Að gleyma sér í desilítrum og teskeiðum

World Snow Day í Bláfjöllum

Á morgun sunnudaginn 19. janúar verður haldinn World Snow Day í Bláfjöllum. Ýmislegt verður í boði fyrir fjölskyldur. Frítt verður í fjallið fyrir 16 ára og yngri. Boðið verður upp á fría skíða- og brettakennslu kl. 14-16 við Bláfjallaskála. Afsláttur verður af skíðaleigu. Boðið verður upp á tónlist og heitt kakó. Skíðadeildirnar verða með uppákomur við sína skála svo sem andlitsmálningu og fleira. Opið kl. 10-17. Nú vonum við bara að veðrið verði gott. Góða skemmtun ! Nánari upplýsingar eru hér. Mynd að ofan er fengin að láni af https://www.facebook.com/skidasvaedin

Að hlusta er ekki það sama og heyra

  Fyrir nokkrum árum kom dóttir mín heim úr skólanum og fór að segja mér frá deginum. Henni lá mikið niðri fyrir og hafði frá miklu að segja. Á meðan var ég að sinna heimilisverkum og gaf mér ekki tíma til að setja niður og hlusta á hana. Allt í einu stoppaði hún í miðri setningu og sagði: „mamma, þú ert kannski að hlusta á mig en þú heyrir ekki hvað ég er að segja „. Þessi setning vakti mig til umhugsunar. Það skiptir svo miklu máli að hlusta á… Read more Að hlusta er ekki það sama og heyra

Ókeypis barnaleiðsögn í Þjóðminjasafninu

Á morgun, sunnudaginn 5. janúar 2014 kl. 14 verður boðið upp á ókeypis barnaleiðsögn um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins.  Skoðaðar verða beinagrindur frá landnámsöld og silfurhellir en í hellinum leynast meðal annars kóngulær og drekar. Gestir fá að lokinni leiðsögn að finna uppáhaldsgripinn sinn á safninu, mynda hann og „tagga“ á Facebook eða öðrum samfélagsmiðlum. Allir velkomnir!  Sjá nánar hér.