Skip to content

Ekki láta veðrið stöðva þig

Fólk tengir oft útivist með börnum við sumar og sól en í raun má stunda útivist allt árið óháð veðri og vindum. Oft er veðrið líka mun betra þegar út er komið og svo er alltaf auðvelt að klæða sig eftir veðri og aðstæðum. Mikilvægt er að tileinka sér jákvætt viðhorf gagnvart veðurfari og láta veðrið ekki stöðva sig þegar þegar gera á eitthvað skemmtilegt með börnum. Flest börn hafa gaman af því að leika úti í rigningu, fara í stígvél og pollagalla og fá að hoppa og vaða í… Read more Ekki láta veðrið stöðva þig

Bláberjabomsa

    Undir venjulegum kringumstæðum ætti nú að vera tími bláberjauppskeru en það er víst ekki enn útséð um hvort menn nái að fylla frystiskápinn af bláberjum eins og í fyrra haust. Ef þú lumar á stað með góðri uppskeru þá væri algjör draumur ef þú gætir látið þau boð berast hér. Hér kemur svo uppskriftin af drykknum en þennan einfalda og ofurholla drykk fá drengirnir daglega með sér sem nesti í skólann. Drykkurinn er ekki einungis ljúffengur heldur einnig stútfullur af andoxunarefnum, trefjum, steinefnum og vítamínum. Bláberjabomsa: bláber, nokkur… Read more Bláberjabomsa

Bókasafn er notalegur staður

Það er óþarfi að láta sér leiðast þó úti sé rigning. Bókasafn er notalegur staður að heimsækja með börn. Bókasöfn eru víða og á flestum þeirra er góð aðstaða fyrir börn þar sem þau geta sest niður, lesið bækur og látið fara vel um sig. Flestum börnum finnst gaman þegar lesið er fyrir þau og hefur bókalestur jákvæð áhrif á málþroska, orðaforða og lestrarhæfni. Með því að lesa fyrir börnin leggjum við grunn á áhuga þeirra á bókalestri. Börn og unglingar fá ókeypis skírteini til 18 ára aldurs. Á aðalsafni… Read more Bókasafn er notalegur staður