Þekkirðu blómið?

Garðabrúða

Kannastu við blómið á myndinni? Þrátt fyrir að hafa tekið myndirnar og skrifað kaflann í bókinni þá var ég búin að gleyma nafninu á því. Maður á kannski ekki að segja frá því en nú fer ég að glugga í kaflann til að rifja upp heitin á algengustu villtu blómategundunum.

Garðabrúða (Valeriana officinalis) er harðgerð jurt af garðabrúðuætt. Blóm hennar eru  ilmandi bleik og hvít en seyði af þeim voru notuð sem ilmefni á 17.öld.

Lækningamáttur jurtarinnar er nokkur því hún hefur meðal annars verið notuð gegn svefnleysi því hún hefur róandi og slakandi verkun. Því er heppilegt að gera seyði úr jurtinni fyrir þá sem eiga erfitt með að slaka á. Einnig hefur því verið lýst að jurtin sé góð gegn streitu, svita, of hröðum hjartslætti og háum blóðþrýstingi. Krampastillandi eiginleikum hefur einnig verið lýst og því getur hún virkað gegn verkjum eða óþægindum í maga. Barnshafandi konur mega ekki nota jurtina og ekki fólk með of lágan blóðþrýsting.

Garðabrúða er náskyld hagabrúðu (Valeriana sambucifolia) en það er ekki fyrir leikmann að greina á milli þeirra enda telja sumir sérfræðingar að um sömu plöntutegund sé að ræða. Ekki er víst hvort þær eru raunverulega aðskildar tegundir. Myndin getur því allt eins verið af hagabrúðu en þær líta næstum því eins út þó svo að mjög glöggir menn sjá mun á endasmáböðum plantnanna. 

Næst þegar þið farið í göngutúr getið þið tekið bókina með og rifjað upp hvað blómin heita sem verða á vegi ykkar. Á bls. 178 til 182 í bókinni eru myndir og nöfn 34 blómategunda sem hafa náð mestri útbreiðslu á suðvesturhorninu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s