Skemmtilegir skógar – dagur lítilla málara

Á morgun laugardaginn 26.september kl. 14-16 verður haldinn smiðja fyrir börn sem er kölluð „Skemmtilegar skógar, dagur lítilla málara“. Smiðjan er haldin í tengslum við sýninguna Í íslensku skógunum

Börnin fá meðal annars tækifæri til að feta í fótspor listmálarans Pekka Halonen og skapa þeirra eigin list með innblæstri frá skógunum og verður fjölbreyttur efniviður á staðnum.

Dagskrá dagsins inniheldur leiðsögn við skapandi vinnu þar sem ímyndunaraflið fær að njóta sín. Sigurbjörg “Sibba” Karlsdóttir verður einnig á staðnum og segir börnunum heillandi sögur um töfra og leyndardóma skóganna. Frásögnin verður bæði á íslensku og ensku eftir þörfum.

Mikilvægt er að koma með tómar mjólkurfernur eða annað áþekkt sem notað verður til að byggja fuglahús.

Smiðjan skemmtilegir skógar, er hluti af sýningunni Í íslensku skógunum sem stendur yfir á Reykjavíkurtorgi, sýningarsal í Grófinni frá 21-27.september.

Sjá nánari upplýsingar á http://borgarbokasafn.is/is/content/smiðja-fyrir-börn-skemmtilegir-skógar

Mynd að ofan er fengin að láni af https://www.facebook.com/BorgarbokasafnReykjavikur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s