Að verða foreldri – námskeið
Hætta á skilnaði er mest innan þriggja ára frá fæðingu barns.
Næstu helgi standa Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd (RBF), Velferðasjóður barna og Gottmanleiðbeinendur fyrir námskeiðinu „Að verða foreldri“ í þeim tilgangi að efla parasamband. Aðferðafræði Gottman hjónanna er víðfræg en þau eru búin að greina hvaða samskiptaþætti eru mikilvægastir fyrir sambandið. Námskeiðið er ókeypis. Skráning og nánari upplýsingar á rbf@hi.is/rbf@rbf.is. Sjá nánar í Morgunblaðinu, bls. 10 og 11 og viðtal á Bylgjunni http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=16490