Eyjafjarðarsveit fyrir fjölskyldur

Akureyri er skemmtilegur bær að heimsækja með börn. Þar er margt í boði fyrir fjölskyldur, stutt á milli staða og ókeypis í strætó sem er góður kostur. En það er ekki síður skemmtilegt að fara í bíltúr í Eyjafjarðarsveit. Þar er mikil náttúrufegurð og margt spennandi að sjá. Í sumar keyrði ég Eyjafjarðarhringinn með börnin mín og mæli ég með að fjölskyldur gefi sér tíma til að skoða þessa fallegu sveit og það sem hún hefur upp á að bjóða.

Í Jólagarðinum finna börnin ævintýraveröld jólanna allt árum um kring. Í jólahúsinu eru ógrynni hluta tengda jólunum, góðgæti og fleira. Jólasöngvar hljóma og jólaangan fyllir vitin. Hægt er að rölta um fallegan garðinn og fá sér jafnvel nesti. Það tekur um 10 mínútur að keyra í Jólagarðinn frá Akureyri. Sjá nánar hér.

Rétt hjá Jólagarðinum er Sundlaugin Hrafnagili sem er mjög skemmtileg og barnvæn laug. Auðvelt er að hafa yfirsýn yfir sundlaugarsvæðið og fylgjast með börnunum. Á staðnum er góð útilaug, stór vatnsrennibraut, vaðlaug og heitir pottar. Við sundlaugina er leiksvæði og höfðu börnin mjög gaman af því að leika í víkingaskipi á staðnum. Sjá nánar hér.

Á sunnudögum er haldinn sveitamarkaður á torgi gömlu garðyrkjustöðvarinnar á Hrafnagili. Það er margt til sölu svo sem brauð, bökur, sultur og saftir auk þess margskonar handverk, blóm og fleira. Sveitamarkaðurinn er opin kl. 11-17 og verður sá síðasti 15. ágúst.

Bærinn Holtsel stendur vestan megin í Eyjafjarðarsveit um 20 km frá Akureyri. Þar er rekin ísbar, kaffihús og beint frá býli verslun. Þarna er framleiddur ís undir vörumerkinu Holtsels-Hnoss. Hægt er að fá margar bragðtegundir, bæði mjólkur-rjóma- og jógúrtís. Þá er einnig framleiddur rjómaís fyrir sykursjúka og ávaxtaís eða sorbe fyrir þá sem eru með mjólkur- og eða eggjaofnæmi. Sjá nánar hér.

Smámunasafn Sverris Hermannssonar Sólgarði. Safnið er staðsett við Saurbæ í vestanverðum Eyjafirði 27 km sunnan Akureyrar. Í áratug safnaði húsamsíðameistarinn Sverrir yfir þúsund hlutum á ári í heil 50 ár. Það er gaman fyrir fjölskyldur að rölta þarna um  og skoða allt mögulegt. Sjá nánar hér.

Silvia er grænn veitingastaður á Syðra-Laugalandi efra. Þar er meðal annars boðið upp á grænmetis- og hráfæðisrétti ásamt hollum kökum og eftirréttum. Sjá nánar hér.

Kaffi Kú er kaffi- og veitingahús fyrir ofan fjósið að bænum Garði aðeins 10 km sunnan Akureyrar. Þetta er frábær staður að heimsækja með börn. Gaman er að fara inn í fjósið og fylgjast með kúnum mjólka sig sjálfar og einnig er hægt að sitja í glerskála og horfa yfir fjósið. Á staðnum er aðstaða fyrir börn, sérstakt leikherbergi og svo er mjög gaman að rölta um í fjósinu og fylgjast með kúnum. Á staðnum er einnig hægt  að kaupa kjöt beint frá býli. Sjá nánar hér.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s