Ævintýrin gerast í Reykjadal
Ef þig langar að gera eitthvað nýtt og ævintýralegt með fjölskyldunni þá er Reykjadalur fyrir ofan Hveragerði skemmtilegur staður til að heimsækja.
Í Reykjadal er mjög fallegt hverasvæði og einstök upplifun fyrir börn að fá að baða sig í heitum læk sem rennur í gengum dalinn.
Mikilvægt er að taka með sundfatnað, handklæði, nesti, góða skó og klæða börnin eftir veðri.
Það tekur um 1 klst að ganga í Reykjadal upp frá Hveragerði. Einnig er hægt að keyra Ölkelduháls og og tekur gangan þá styttri tíma eða um 30 mín.