Bogfimi er vinsæl fjölskylduafþreying

Strákarnir voru ekkert sérstaklega spenntir að prófa bogfimi og fannst það hálfgamaldags. Þeir létu þó til leiðast eftir smá sannfæringu. Þegar við komum á staðinn var vel tekið á móti okkur: starfsmaður útskýrði hvernig halda skal á boga og fór yfir reglurnar með okkur. Síðan var keppt um hver næði flestum stigum og áhuginn svo mikill undir lokin að það var erfitt að slíta drengina frá bogunum. Það var því ákveðið á staðnum að við kæmum fljótt aftur.

Það er óhætt að segja að þetta er stórskemmtilegt sport fyrir alla fjölskylduna. Sjá nánar hér á heimsíðu Bogfimisetursins.

Staðsetning: Furugrund 3, 200 Kópavogi. Sunnanvert við íþróttahús HK.

Opnunartími: 12-22 alla daga

Aldur: 3 ára og eldri. 14 ára og yngri aðeins í fylgd með fullorðnum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s