Aðventuhátíð og jólahlaðborð á Úlfljótsvatni
Hvernig væri að skreppa út úr bænum um helgina og upplifa notalega samverustund með fjölskyldunni.
Sunnudaginn 7. desember verður haldinn aðventuhátíð á Úlfljótsvatni þar sem fjölskyldur geta komið saman og notið sín í fallegri náttúru.
Hægt verður að gæða sér á heitu kakói og pönnukökum við varðeld. Það verður föndurstund, bakaðar verða piparkökur og boðið upp á æsispennandi eplabogfimi þar sem vinningshafinn fær möndugjöf. Að lokum verður hátíðarmatur þar sem sérstök áhersla er lögð á að allir í fjölskyldunni finni eitthvað við sitt hæfi.
Gáttaþefur mætir á svæðið og mun leiða þá sem vilja upp í hlíðar Úlfljótsvatns þar sem hægt verður að höggva jólatré og taka með heim.
Dagskráin hefst kl. 13.
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar, verð og matseðil hér
Skráning er á http://ulfljotsvatn.is
Mynd að ofan er fengin af síðunni https://www.facebook.com/tjaldusu?fref=ts