Grýla, Leppalúði og jólasveinarnir í Þjóðminjasafninu
Það er alltaf nóg um að vera í Þjóðminjasafninu fyrir jólin og gaman fyrir fjölskyldur að fara þangað og upplifa skemmtilega jólastemningu.
Sunnudaginn 7. desember kl. 14 munu Grýla og Leppalúði heimsækja safnið og skemmta gestum ásamt sönkonunni Jóhönnu Guðrúnu. Síðan munu jólasveinarnir heimsækja safnið hver á fætur öðrum þegar þeir koma til byggða 12.-24. desember kl. 11.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Nánari upplýsingar hér
Mynd að ofan er fengin að láni af http://www.thjodminjasafn.is