Kyrrum hugann með hugleiðslu og slökun í Öskjuhlíð

Hugarfrelsi verður með skemmtilega samverustund fyrir alla fjölskyldur á Fjölskyldudeginum í Öskjuhlíð. Gerðar verða nokkrar jógaæfingar, slökun og lesin hugleiðsla. Hugleiðslan er í ævintýrastíl og eiga börn og byrjendur auðvelt með að fylgja henni eftir. Aðferðirnar sem Hugarfrelsi kennir hvetur þig og barnið þitt til að sleppa taki af áreiti hversdagsins. 

Að baki Hugarfrelsi standa vinkonurnar Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir.

Hugarfrelsi býður upp á jóganámskeið fyrir börn. Á námskeiðunum eru kenndar einfaldar öndunar- og slökunaræfingar ásamt því að styrkja sjálfsmynd barnanna, efla félagsfærni, jákvæðni og styrkleika þeirra.

Í nútíma samfélagi eru oft mikið áreiti á börn  sem getur valdið streitu og álagi í daglegu lífi. Einfaldar jógaæfingar geta gagnast þeim til að takast á við lífið og tilveruna á uppbyggilegan máta.

Hugarfrelsi stendur einnig fyrir ýmiskonar fræðslu, námskeiðum og fyrirlestrum um slökun og hugleiðslu, jákvætt hugarfar og heilbrigðan lífsstíl.

Hugarfrelsi verður á staðnum kl. 14-15.

Nánari upplýsingar á http://hugarfrelsi.is

Mynd að ofan er fengin að láni af http://hugarfrelsi.is

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s