Vinsæli Avókadódrykkurinn

Það var fyrir rúmum tveimur árum að við prófuðum avókadódrykk á Joe & The Juice í Kaupmannahöfn. Kannski ekki til stórtíðinda nema að það má segja að við urðum háð drykknum. Verðum eiginlega að fá hann á hverjum morgni. Við reyndar breyttum honum og gerðum hann að okkar smekk. Nú er drykkurinn útbúinn á hverjum einasta morgni. Börnin eru líka sjúk í drykkinn og það er ósjaldan keppst um að fá restina. Stundum útbúum við hann og tökum með okkur til að hafa á ferðinni. Það góða við drykkinn er að hann er saðsamur og að sjálfsögðu hollur. Hér er uppskriftin fyrir áhugasama en hún dugar fyrir fjóra:

  • 2 avókadó
  • Frosið mangó – rúmlega lúka eða eftir smekk (látið þiðna í ca 15 mín). Einnig hægt að nota ferskt mangó. Þá gæti verið gott að nota nokkra klaka með.
  • Safi úr 1 sítrónu.
  • Kókos-rísmjólk fyllt upp fyrir mangóið, í ca 1000 mL – eða önnur mjólk eftir smekk.
  • 1 msk hunang – má að sjálfsögðu sleppa en við viljum hafa drykkinn aðeins sætan.

Allt sett í blandara og blandað vel saman. Nammi namm…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s