Sólúr mest spennandi – Ratleikur í Heiðmörk

Þetta er annað sumarið í röð sem Ferðafélag Íslands stendur fyrir ratleik í Heiðmörk. Ratleikurinn er hugsaður fyrir börn, unglinga og fullorðna, fjöldi þátttakenda er ótakmarkaður og hægt er að hefja ratleikinn hvenær sem er. Það er fyrir víst að í leiknum reynir á öll skilningavitin; lesa þarf í skýjafar, vindátt, plöntu- og trjátegundir, sólúr og sögulegan fróðleik ásamt því að leggjast í hengirúm! 

Við fórum um daginn og fannst okkur foreldrum ekki síður skemmtilegt en börnunum. Ratleikurinn tók lengri tíma en við bjuggumst við – vorum hálfnuð með hann eftir tvo klukkutíma. Ratleikurinn er skemmtilega fjölbreyttur og vakti sólúrið mesta lukku. Drengirnir fengu loforð um að búa til svona úr í garðinum. Við náðum ekki að klára ratleikinn og ætlum aftur síðar í sumar til að klára seinni helminginn af ratleiknum því auðvitað viljum við ekki missa af vinnungunum. 

Staðsetning: Ekið Rauðhólamegin inn í Heiðmörk, alltaf beint áfram (framhjá Furulundi) þar til komið er að bílastæði við spildu Ferðafélags Íslands – þar sem vegurinn tekur snarpa beygju til vinstri. Á vinstri hönd nokkurn spöl frá merki ferðafélagsins er póstkassi með eintak af ratleiknum. 

Takið með ykkur penna, lesgleraugu og nesti! Munið að skilja hvergi eftir rusl.

Dregið verður úr réttum lausnum þann 15. september en í verðlaun eru veglegir vinningar frá Ferðafélagi Íslands og Fjallakofanum.

Sjá nánari upplýsingar um ratleikinn fyrir sumar 2014 hér á heimasíðu Ferðafélags Íslands.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s