Náttúrubarnaskólinn er tekinn til starfa

Náttúrubarnaskólinn er tekinn til starfa á Hólmavík sem er einungis í 3 klukkustunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Nánar tiltekið á Sauðfjársetrinu á Ströndum þar sem börn og fullorðnir læra ýmislegt um náttúruna.

Það verður margt um að vera í Náttúrubarnaskólanum í sumar. Þar verður föndrað og málað, selir skoðir og leitað að hreiðrum, fara í leiki, lært að búa til fuglahræður, senda flöskuskeyti, kryfja fiska og búa til jurtaseyði.

Þetta eru frábær námskeið með skemmtilegum fróðleik og útiveru fyrir náttúrubörn á öllum aldri þar sem maður lærir með því að sjá, snerta, gera og upplifa.

Kennsla fer fram alla fimmtudaga í sumar kl. 13:00 – 17:00 og kostar skiptið 2500 kr. Kaffi eða nesti er innifalið, eftir því sem við á.

Einnig verða eftirfarandi helgarnámskeið:
13. – 14. júní
18. – 19. júlí
22. – 23. ágúst
Þá er kennt 13:00 – 17:00 laugardag og sunnudag auk þess sem er grill og skemmtun á laugardagskvöldið fyrir þá sem mæta á námskeiðið. Verð á helgarnámskeið er 5000 kr.

Einnig geta hópar pantað skemmtilegt námskeið ef þeir eiga leið um Strandir.

Náttúrubarnaskólinn mun líka standa fyrir fleiri viðburðum í sumar til dæmis gönguferðum, kvöldgöngum, kvöldvökum, sérnámskeiðum og fleiru sem verður auglýst sérstaklega.

Skráning og upplýsingar í síma 661-2213 en einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið natturubarnaskoli@gmail.com eða á facebook síðu skólans.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s